Selfossstelpur í landsliðsúrtaki

fimleikasamband-islands
fimleikasamband-islands

Helgina 14.-15. október fór fram úrtökuæfing fyrir landslið unglinga. Landsliðið keppir á Evrópumeistaramóti í Portúgal 2018.  Sendar voru sex stelpur frá Selfossi, það voru þær Evelyn Þóra, Inga Jóna, Birta Sif, Sólrún María, Karólína og Auður Helga. Þær stóðu sig allar með prýði á æfingunni.