Selfyssingar í mun betra formi en HK

Handbolti - Andri Már Sveinsson
Handbolti - Andri Már Sveinsson

Selfoss tók á móti HK í stórleik 15. umferðar 1. deildarinnar á föstudag. Selfoss í toppbaráttu og HK að berjast um sæti í úrslitakeppninni.

Jafnt var á með liðunm í byrjun leiks en heimamenn alltaf með a.m.k. tveggja marka forystu. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 16-12 fyrir Selfoss. Selfyssingar náðu mun betri tökum á leiknum í síðari hálfleik og bættu jafnt og þétt við forskot sitt. Vörn Selfyssinga gríðarsterk og fékk einungis á sig sex mörk í seinni hálfleik en lokatölur urðu 31-18, þrettán marka sigur.

Andri Már Sveinsson var markahæstur Selfyssinga með 8/4 mörk, Elvar Örn Jónsson skoraði 6, Alexander Egan 5, Atli Kristinsson 4, Guðjón Ágústsson, Sverrir Pálsson og Eyvindur Hrannar Gunnarsson 2 og Rúnar Hjálmarsson og Árni Geir Hilmarsson skoruðu 1 mark. Birkir Fannar Bragason varði 18/1 skot og Helgi Hlynsson varði 3 skot.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is auk þess sem viðtal við Stefán þjálfara liðsins má finna á vefnum FimmEinn.is.

Selfyssingar eru hnífjafnir Fjölnismönnum í 2.-3. sæti deildarinnar og mæta KR á heimavelli á föstudag, kl. 19:30.

---

Andri Már var markahæstur og skoraði átta mörk í öllu regnbogans litum gegn HK.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/JÁE