Sigríður Ósk nýr framkvæmdastjóri fimleikadeildarinnar

Sigríður Ósk, nýr framkvæmdastjóri fimleikadeildarinnar og Ingibjörg, formaður fimleikadeildarinnar.
Sigríður Ósk, nýr framkvæmdastjóri fimleikadeildarinnar og Ingibjörg, formaður fimleikadeildarinnar.

Sigríður Ósk Harðardóttur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fimleikadeildar Selfoss.

Sigríður Ósk er öllum hnútum kunnug í fimleikaheiminum. Hún hefur þjálfað fimleika í 23 ár, lengst af hjá fimleikadeild Selfoss, bæði meistaraflokk, miðstig og yngri hópa. Sigríður er reynslumikill fimleikadómari og hefur meðal annars tekið alþjóðlegt dómarapróf. Þá hefur hún verið í jólasýningarnefnd fimleikadeildarinnar síðastliðin ár og átt stóran þátt í undirbúningi sýningarinnar. Hún þekkir því alla króka og kima deildarinnar.

Sigríður Ósk tekur við af Bergþóru Kristínu Ingvarsdóttur, sem hefur sinnt starfi framkvæmdastjóra undanfarin tvö ár, og hefur hún störf þann 1. janúar næstkomandi. Um leið og við þökkum Bergþóru fyrir vel unnin störf bjóðum við Sigríði Ósk velkomna til starfa.

 

Á myndinni eru Sigríður Ósk (til vinstri) og Ingibjörg formaður deildarinnar (til hægri) við undirritun samnings.