Sigur á Stjörnunni í háspennuleik

60784412_1477614089057906_8236064462591754240_o
60784412_1477614089057906_8236064462591754240_o

Selfoss tók á móti Sjtörnunni í Hleðsluhöllinni í kvöld.  Eins og of vill verða þegar Selfoss leikur handbolta var háspenna og dramatík sem endaði með sigurmarki Selfyssinga á lokasekúndum leiksins, 31-30.

Leikmenn beggja liða fóru varlega af stað og var jafnt á öllum tölum fram á 10 mínútu, þá tóku Selfyssingar leikinn til sín og komu forystunni upp í þrjú mörk, 6-3.  Stjörnumenn spyrntu við fótunum og héldu í við heimamenn eftir það og náðu að jafna leikinn, 10-10, á 24. mínútu.  Áfram var jafnræði með liðunum þó Selfyssingar hafi haldið frumkvæðinu, munurinn eitt mark í hálfleik, 14-13.

Stjörnumenn mættu ferskir til leiks í seinni hálfleik og tóku frumkvæðið.  Seinni hálfleikurinn var þó allan tímann afar jafn og var það ekki fyrr en á 38. mínútu sem munurinn fór fyrst í tvö mörk, en þá komst Stjarnan yfir 18-20. Liðin skiptust á því að hafa frumkvæðið, Selfoss tóku forystu á 45. mínútu, 24-22,  Stjörnumenn skoruðu því næst þrjú auðveld mörk og voru aftur komnir yfir.  Við tók svakalegur lokakafli. Stjörnumenn jöfnuðu metin úr víti á lokamínútunni og höfðu Selfyssingar 17 sekúndur til að ná stigunum tveim.  Það var svo Atli Ævar sem fékk boltann inn á línuna sem skoraði sigurmarkið þegar þrjár sekúndur voru eftir.

Mörk Selfoss: Atli Ævar Ingólfsson 8, Haukur Þrastarson 8/1, Guðjón Baldur Ómarsson 6, Hergeir Grímsson 5/3, Árni Steinn Steinþórsson 3, Magnús Öder Einarsson 1.

Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 13 (36%), Sölvi Ólafsson 2 (27%).

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is, Vísir.is og Mbl.is.

Næsti leikur hjá strákunum er á mánudaginn eftir viku í Hafnafirði gegn Haukum.  En næsti leikur er í Coca Cola bikarnum hjá stelpunum okkar á miðvikudaginn þegar Olísdeildarlið KA/Þórs mætir í Hleðsluhöllina.


Atli Ævar var markahæstur ásamt Hauki og hetja liðsins í lokin 
Umf. Selfoss / JÁE