Sigur á Valsmönnum

Elvar Örn Jónsson
Elvar Örn Jónsson

Selfyssingar unnu góðan sigur á Val á Hlíðarenda á miðvikudaginn s.l. 29-34.

Leikurinn var jafn framan af en Valsmenn komust yfir um miðjan fyrri hálfleik og voru þeir þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12. Selfyssingar náðu að saxa á þetta forskot hægt og rólega þegar leið á seinni hálfleik og var orðið jafnt, 24-24 þegar um þrettán mínútur voru eftir af leiknum. Eftir hreint út sagt magnaðan lokakafla sigruðu Selfyssingar að loka, 29-34.

Elvar Örn Jónsson spilaði sinn fyrsta leik í þrjá mánuði eftir meiðsli og var markahæstur með 11 mörk, þeir Atli Ævar Ingólfsson og Árni Steinn Steinþórsson skoruðu báðir 6 mörk. Haukur Þrastarson 5, Teitur Örn Einarsson 3 mörk og þeir Hergeir Grímsson, Guðni Ingvarsson og Einar Sverrisson skoruðu allir 1 mark.

Sölvi Ólafsson varði 10 skot í markinu (33%).

Með sigrinum fóru Selfyssingar upp í 3.sæti deildarinnar og eru með 22 stig. Næsti leikur hjá strákunum er heimaleikur gegn Aftureldingu á mánudaginn.

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is og Vísir.is. Leikskýrslu má nálgast hér.

____________________________________________

Mynd: Elvar Örn Jónsson var með magnaða endurkomu og skoraði 11 mörk í sínum fyrsta leik eftir meiðsli.

Umf. Selfoss / Jóhannes Á. Eiríksson.