Sigur heima gegn ÍR og tap úti gegn Haukum

Teitur Örn Einarsson
Teitur Örn Einarsson

Það var í nógu að snúast í handboltanum í dag því tveir leikir voru á dagskrá hjá báðum meistaraflokkum. Selfossstelpur fóru í Hafnafirðinn og sóttu Hauka heim og hér heima fengu strákarnir ÍR-inga í heimsókn.

Haukar 22-20 Selfoss

Haukar unnu tveggja marka sigur eftir grátlegar lokamínútur þar sem Selfoss var 2 mörkum yfir þegar 6 mínútur voru eftir. Staðan í hálfleik var 8-8. Selfoss er eftir leikinn í 5.sæti með 3 stig eftir fimm umferðir.

Tölfræði leiksins
Kristrún 7
Perla Ruth 5
Arna Kristín 3
Ída Bjarklind 3
Katla María 1
Harpa Sólveig 1

Viviann varði 11 skot.

Meira um leikinn á Mbl.is og Vísir.is

Selfoss 32-26 ÍR

Selfyssingar tóku á móti ÍR hér heima í hörkuleik. Staðan í hálfleik var 11-11 en Selfyssingar komu sterkir til leiks í seinni hálfleik og unnu frábæran 6 marka sigur, 32-26. Selfoss er nú í 4.sæti með 8 stig eftir sex leiki.

Tölfræði leiksins

Teitur Örn 10 (4)
Elvar Örn 7
Atli Ævar 5
Haukur Þrastar 5
Sverrir Pálsson 3
Guðjón Baldur  1
Hergeir Gríms 1

Helgi varði 3 skot
Sölvi varði 3 skot
Anadin varði 1 skot

Meira um leikinn á Mbl.is og Vísir.is

Leikskýrslu má sjá hér.

https://www.facebook.com/media/set/?set=a.1013980395421280.1073741915.570817016404289&type=1&l=61032f4a3a


Mynd: Umf Selfoss/ Jóhannes Eiríksson