Sigur í lokaleik Íslandsmótsins

Knattspyrna - Ingi Rafn Ingibergsson
Knattspyrna - Ingi Rafn Ingibergsson

Selfoss lagði Hauka á heimavelli í lokaumferð Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu á laugardag. Eftir að hafa verið marki í hálfleik voru það aldursforsetarnir í liði Selfoss sem tryggðu sigur heimamanna í seinni hálfleik.

Andy Pew jafnaði leikinn á 65. mínútu og á lokamínútunni náði Ingi Rafn Ingibergsson að koma boltanum í netið með lúmsku skoti.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Selfyssingar luku leik í 8. sæti deildarinnar með 28 stig, í sama sæti og í fyrrasumar og með sama stigafjölda.

Ingi Rafn skoraði seinasta mark Selfyssinga í sumar.
Ljósmynd: Fótbolti.net/Hafliði Breiðfjörð