Silfur hjá Elínborgu og Tinnu í Litháen

235305724_323103139546304_8244128045755960213_n (1)
235305724_323103139546304_8244128045755960213_n (1)

Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir og Tinna Sigurrós Traustadóttir voru á dögunum ásamt U-17 ára landsliði kvenna í handbolta í Klaipeda í Litháen. Þar tók liðið þátt í EHF Championship. 

Stelpurnar stóðu sig frábærlega og enduðu í öðru sæti á mótinu.  Þær sigldu í gegnum riðlakeppnina taplausar, gerðu jafntefli við Pólland en unnu aðra leiki sína.  Það tryggði þeim sæti í undanúrslitum þar sem þær mættu Spánverjum.  Þann leik unnu stelpurnar okkar með einu marki.  Tinna Sigurrós var markahæst með 7 mörk.  Að lokum töpuðu stelpurnar með minnsta mun í æsispennandi úrslitaleik gegn Norður-Makedóníu. 

Niðurstaðan því annað sætið sem tryggir U-17 ára landsliðinu sæti í undankeppni EM 2023 í nóvember.  Þrír leikmenn íslenska liðsins voru að lokum í úrvalsliði mótsins, þeirra á meðal var Tinna Sigurrós sem besta örvhenta skyttan.