Sjö Selfyssingar með A-landsliði karla

Selfoss vs. Frakkland
Selfoss vs. Frakkland

Sjö Selfyssingar voru valdir í 19 manna æfingahóp sem landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson valdi vegna leikja Íslands gegn Grikkjum og Tyrkjum í júní. Leikirnir eru liður í undankeppni EM 2020.

Þessir Selfyssingar eru þeir Haukur Þrastarson, Elvar Örn Jónsson og Atli Ævar Ingólfsson, leikmenn Íslandsmeistara Selfoss, Teitur Örn Einarsson Kristiansand, Bjarki Már Elísson Füchse Berlin og liðsfélagarnir úr Aalborg þeir Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon. Ekki má gleyma töframanninum Jón Birgi Guðmundssyni sjúkraþjálfara.

Hópinn í heild sinni má sjá hér.


Mynd: Þeir Elvar Örn, Teitur Örn, Ómar Ingi og Haukur voru allir valdir í æfingahópinn en þeir spiluðu saman á HM í janúar s.l. 
HSÍ