Skagamenn skoruðu markið

Svavar Berg Jóhannsson
Svavar Berg Jóhannsson

Selfoss sótti Skagamenn heim í fyrstu umferð 1. deildar karla á föstudag. Selfyssingum er spáð sæti um miðja deild og því ljóst að hver leikur er mikilvægur.

Fyrri hálfleikur var markalaus og afar bragðdaufur. Skagamenn byrjuðu seinni hálfleik af krafti og skorðuðu eina mark leiksins strax á 47. mínútu.

Selfyssingar áttu í erfiðleikum með að skapa sér góð marktækifæri í leiknum en það var Svavar Berg Jóhannsson sem fékk bestu færi liðsins.

Næsti deildarleikur er laugardaginn 17. maí þegar liðið heimsækir Víking frá Ólafsvík í Akraneshöllinni.

Nánar má lesa um leikinn á vef Sunnlenska.is.