Stelpurnar sóttu sigur í Fossvoginn

alexis_kiehl260418gk
alexis_kiehl260418gk

Selfoss vann góðan 0-3 sigur á HK/Víkingi í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í gær.

HK/Víkingur byrjaði leikinn betur en þegar leið á hálfleikinn tók Selfoss yfirhöndina og réði leiknum allt til loka. Það tók hinsvegar tíma að brjóta niður vörn heimamanna.

Á 79. mínútu fékk Magdalena Reimus stungusendingu innfyrir vörn HK/Víkings og kláraði sitt færi af mikilli yfirvegun. Tveimur mínútum síðar átti Magdalena fyrirgjöf á kollinn á Kristrúnu Rut Antonsdóttur sem stangaði boltann í netið. 

Selfyssingar voru ekki hættir því á lokamínútunni tryggði varamaðurinn Alexis Kiehl þeim 0-3 sigur þegar hún lék á bakvörð heimakvenna og lét vaða yfir markvörðinn í þverslána og inn.

Selfoss hefur nú 8 stig í 6. sæti deildarinnar en HK/Víkingur er í 8. sætinu með 4 stig.

Næsti leikur meistaraflokks kvenna er bikarleikur gegn Stjörnunni á JÁVERK-vellinum á föstudaginn kl 19:15