Stelpurnar töpuðu í Safamýrinni

Ída Bjarklind Magnúsdóttir
Ída Bjarklind Magnúsdóttir

Selfoss tapaði gegn Fram í Safamýrinni, 28-18, þegar liðin mættust í Olísdeild kvenna á þriðjudaginn s.l. Fram hafði yfirhöndina allan tímann og var staðan 18-9 í hálfleik.

Fram hélt góðu forskoti allan seinni hálfleikinn og varð mestur fjórtán mörk, 26-12. Selfyssingar skoruðu hins vegar síðustu fjögur mörk leiksins og lokatölur urðu 28-18.

Ída Bjarklind Magnúsdóttir var markahæst með 6 mörk, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir skoraði 5 og Arna Kristín Einarsdóttir 2 mörk. Þær Katla Björg Ómarsdóttir, Rakel Guðjónsdóttir, Elva Rún Óskarsdóttir og Hulda Dís Þrastardóttir skoruðu allar 1 mark hver.

Viviann Petersen varði 12 skot í marki Selfoss (30%).

Eftir leikinn er Selfoss áfram í 6.sæti með 7 stig. Næsti leikur er úti gegn Val á laugardag kl 13:30.

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is og Mbl.is. Leikskýrslu má nálgast hér.

____________________________________________

Mynd: Ída Bjarklind Magnúsdóttir var markahæst Selfyssinga með 6 mörk.

Jóhannes Á. Eiríksson.