Stórmót ÍR - þrautabraut hjá þeim yngstu

betri
betri

Selfoss átti keppendur í báðum þrautarbrautarflokkum á Stórmóti ÍR um helgina. Þrír keppendur kepptu í yngsta flokknum, 8 ára og yngri á laugardaginn og sjö kepptu í 9-10 ára flokknum á sunnudaginn. Börnin kepptu í fjölþraut sem samanstóð af sjö mismunandi greinum sem reyndu til að mynda á snerpu, þol, tækni og kraft. Þau gáfu allt sem þau gátu í greinarnar og stóðu sig frábærlega og uppskáru gullpening að launum.

Á myndinni með fréttinni má sjá keppendur í flokki 9-10 ára. Frá vinstri eru Lára, Hreimur, Lilja Heiðbjört, Thelma Karen, Jón Smári, Elín og Böðvar.