Sumar Selfossi hjá Umf. Selfoss

Sumar á Selfossi
Sumar á Selfossi

Ungmennafélag Selfoss tekur virkan þátt í bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi. Hér fyrir neðan má finna upplýsingar um þá dagskráliði sem Umf. Selfoss stendur fyrir á hátíðinni.

Flottur föstudagur 8. ágúst

14:00 Olísmótið
Drengir í 5. flokki etja kappi í knattspyrnu á JÁVERK-vellinum í Meistaradeild Olís.

Lifandi laugardagur 9. ágúst

9:40 Riðlakeppni Olísmótsins
Framtíðarlandsliðsmenn Íslands eigast við í Meistaradeild Olís á JÁVERK-vellinum

11:00 Brúarhlaup
Brúarhlaupið er orðinn fastur viðburður meðal Selfyssinga. Í ár verða nýjar hlaupaleiðir, ræst er á mismunandi stöðum en allir koma í mark í Sigtúnsgarðinum.  Í boði verður: 2,8 km skemmtiskokk, 5km og 10km hlaup og 5km hjólreiðar.

15:00-16:00 Dagskrá á útisviði
Fimleikadeild Selfoss mun sýna meistaratakta.

16:00 Íþróttahús Vallaskóla
Opinber æfingaleikur,  m.fl. Selfoss og U18 landslið Íslands sem er að undirbúa sig fyrir EM í Póllandi. Sjáið framtíðarstjörnur íslensks handbolta etja kappi við meistaraflokk Selfoss.

Sællegur sunnudagur 10. ágúst

14:30 Olísmóti lýkur
Mótsslit og verðlaunaafhending í Meistaradeild Olís á JÁVERK-vellinum.

ATH. Dagskráin getur tekið breytingum. Fylgist með á Fésbókarsíðu Sumar á Selfossi.