Sumarslútt hjá 14 ára og yngri

Frjálsar - Sumarslútt 2018 (1)
Frjálsar - Sumarslútt 2018 (1)

Sumaræfingunum í frjálsum lauk með frjálsíþróttamóti fyrir yngstu iðkendurna fimmtudaginn 23. ágúst í blíðskapaviðri.

Keppnisgreinar voru 60 m spretthlaup, langstökk og boltakast hjá 7 ára og yngri, 8-10 ára kepptu í sömu greinum nema í spjótkasti í staðin fyrir boltakast og 11-14 ára kepptu í 80 m spretthlaupi, langstökki og spjótkasti. Fjölmargar bætingar litu dagsins ljós og það var gaman að fylgjast með börnunum á vellinum.

Það voru foreldrar og iðkendur sem aðstoðuðu við mælingar á mótinu. Að móti loknu voru grillaðar pylsur í allan mannskapinn og viðurkenningar veittar fyrir þátttöku.