Sundæfingar hefjast 5. september

Magnús Tryggvason ÓL í Ríó 2016
Magnús Tryggvason ÓL í Ríó 2016

Langar þig að prófa að æfa sund? Í sundi styrkir maður flesta vöðva líkamans og nær þreki og þoli. Hjá Sunddeild Umf. Selfoss er góður og skemmtilegur hópur iðkenda og þjálfararnir eru bæði góðir og með mikla reynslu.

Æfingar eru aldursskiptar - Nánari upplýsingar um æfingatíma
Koparhópur 9 ára og yngri (f. 2007 og síðar) kr. 4.000 á mánuði (æfa tvisvar sinnum í viku).
Bronshópur 10-12 ára (f. 2004-2006) kr. 4.000 á mánuði (æfa tvisvar sinnum í viku).
Silfurhópur 12-14 ára (f. 2002-2004) kr. 6.000 á mánuði (æfa þrisvar sinnum í viku).
Gullhópur 14 ára og eldri (f. 2002 og fyrr) kr. 9.000 á mánuði (æfa fimm til sex sinnum í viku).

Allir velkomnir að prófa að æfa sund í hálfan mánuð til prufu.

Systkinaafsláttur er 10% á öll börn þegar greitt er fyrir tvö börn eða fleiri.

Þjálfarar eru Guðbjörg H. Bjarnadótttir þjálfar koparhóp og Magnús Tryggvason þjálfar eldri flokka.

Gengið er frá skráningu og greiðslu æfingagjalda í gegnum skráningar- og greiðslukerfið Nóra þar sem á sama tíma er hægt að sækja hvatagreiðslur frá Sveitarfélaginu Árborg.

---

Magnús Tryggvason þjálfari sunddeildar er einnig formaður landsliðsnefndar SSÍ og var fararstjóri sundliðsins á Ólympíuleikunum í Ríó.  Hér er hann lengst til hægri með sundliðinu í Ríó.