Sundfólk á Gullmóti KR

Sundmót KR
Sundmót KR

Það var glæsilegur sundhópur Selfyssinga sem hélt til Reykjavíkur til að taka þátt í Gullmóti KR frá föstudegi til sunnudags. Þeim gekk mjög vel og komu sátt heim eftir langa helgi.

Á föstudagskvöldinu unnu Kári Valgeirsson og Þórir Gauti Pálsson sér keppnisrétt í KR Super Challenge skriðsundi. Þeir kepptu til úrslita á laugardagskvöld en þarna synda þeir tíu sterkustu í hverjum aldursflokki í 50m skriðsundi.

---

Keppendur Selfoss á Gullmóti KR.
Mynd: Sigríður Runólfsdóttir