Svavar Berg í U19 landsliðið

Svavar Berg Jóhannsson
Svavar Berg Jóhannsson

Kristinn Rúnar Jónsson, landsliðsþjálfari U19 landsliðs karla, valdi Selfyssinginn Svavar Berg Jóhannsson í landslið Íslands sem leikur tvo vináttulandsleiki gegn Skotum 3. og 5. september nk.

Glæsilegur árangur hjá Svavari sem hefur tekið miklum framförum með liði Selfoss í sumar.