Tap fyrir Íslandsmeisturum Vals

Um helgina kom besta kvennalið landsins í heimsókn á Selfoss. Fengu stelpurnar okkar tækifæri til þess að spila við nokkrar af bestu leikmönnum landsins en  Alls 6 leikmenn Vals eru fastamenn í íslenska A landsliðinu og er það næstum helmingurinn af liðinu. Af þessum 6 eru 4 fastamenn í byrjunarliðinu. Leikurinn var stórskemmtilegur að sögn margra áhorfenda ekki síst fyrir þær sakir hvað stelpurnar okkar lögðu sig í leikinn og höfðu gaman að því að mæta Valsliðinu. Það var vitað fyrirfram að Valsliðið væri allt of sterkt fyrir nýliðana okkar en það kom flestum á óvart að þær börðust til síðustu mínútu leiksins og hlutu fyrir lof bæði áhorfenda og Valsliðsins.

Lengi vel í fyrri hálfleik leit út fyrir að stelpunum tækist að vera með mjög góða stöðu í hléinu en staðan var einungis 6-10 þegar 50 sekúndur voru eftir af leiktímanum. Hins vegar fékk Valsliðið gefins 3 ódýr mörk á þessum tíma og óþarflega mikill munur í hálfleik fyrir gestina eða 6-13. Þrátt fyrir að skora aðeins 6 mörk í hálfleiknum þá fengu stelpurnar fjölmörg tækifæri til að skora fleiri mörk en landsliðsmarkvörður Íslands varði mjög vel og kom í raun í veg fyrir að Selfoss myndi skora vel yfir 10 mörk í fyrri hálfleik því að hún varði m.a. vítakast og nokkur dauðafæri. Stelpurnar leistu framliggjandi vörn Valsliðsins á köflum mjög vel og opnuðu hana uppá gátt en þá strandaði allt á skotinu eins og áður sagði.

Í síðari hálfleik spilaði Valur flara 6-0 vörn og áttu stelpurnar mun erfiðara með hana enda Valsvörnin mjög hávaxinn og með mikla reynslu og á bak við hana hélt Jenný áfram að verja vel. Í síðari hálfleik hélst munurinn áfram að aukast jafnt og þétt en lokatölur leiksins urðu 12-28. Stelpurnar náðu samt að stöðva á annan tug hraðaupphlaupa Valsliðsins og héldu áfram að hlaupa vel til baka til leiksloka eins og áður sagði. Þær héldu Val undir 30 mörkum og það eru ekki mörg lið í neðri hlutanum sem gera það. Heilt yfir þá var frumraun Selfoss stelpnanna bara fín gegn þessu yfirburða liði landsins undanfarin 6 ár eða svo. Hrafnhildur Hanna skoraði 5 mörk, Þuríður 3, Kristrún 2 og þær Kara Rún og Dagný Hanna sitt markið hvor. Ásdís varði 6 skot og Áslaug Ýr 5.

Næsti leikur Selfoss-stelpna er á þriðjudag gegn liði Gróttu á útivelli og hefst leikurinn kl. 19:30.