Tap gegn Valskonum

Kristrún Selfoss-ÍBV
Kristrún Selfoss-ÍBV

Selfoss mætti Valskonum í Olísdeild kvenna í skemmtilegum og jöfnun leik framan af. Selfyssingar spiluðu vel í fyrri hálfleik og voru 13-12 yfir í hálfleik. Selfoss hélt forskotinu allt fram undir miðjan seinni hálfleik, en þá kom slæmur 6-1 kafli. Selfoss náði ekki að vinna upp það forskot og þannig fór að Valur sigraði 27-22.

Kristrún Steinþórsdóttir var markahæst með 8 mörk. Hulda Dís  skoraði 4, Harpa Sólveig  3/1, Ída Bjarklind, Katla María og Perla Ruth skoruðu allar 2 mörk og Arna Kristín 1.

Viviann Petersen varði 11 skot og Þórdís Erla 4 skot í lok leiks.

Næsti leikur hjá stelpunum er útileikur gegn Gróttu á laugardag kl 13:30.


Mynd: Kristrún var markahæst með 8 mörk.
Umf. Selfoss/ JÁE