Þrír Selfyssingar til Finnlands

Karitas, Eva Lind og Hrafnhildur
Karitas, Eva Lind og Hrafnhildur

Þrír leikmenn kvennaliðs Selfoss í knattspyrnu voru valdar í U19 landslið Íslands sem leikur tvo vináttuleiki gegn Finnum ytra 11. og 13. mars. Þetta eru þær Eva Lind Elíasdóttir, Hrafnhildur Hauksdóttir og Karitas Tómasdóttir.

Hefðbundin æfingahelgi er 8.-9. mars en haldið er til Finnlands 10. mars þar sem liðið dvelur til föstudagsins 14. mars.

Glæsilegur árangur hjá stelpunum og við óskum þeim góðs gengis í Finnlandi.

---

Karitas, Eva Lind og Hrafnhildur að loknum leik með Selfoss.
Mynd: Hafdís Jóna Guðmundsdóttir