Tilboðsdagar hjá Jako

Mánudagana 26. nóvember og 3. desember verður Jako með tilboðsdag fyrir allar deildir Umf. Selfoss í Tíbrá að Engjavegi 50 milli klukkan 16 og 19.

Það verður boðið upp á frábær tilboð á nýrri keppnistreyju Selfoss, félagsgalla, æfingasettum og fleiri vörum. Vinsamlegast athugið að tilboðin gilda einungis þessa tvo daga.

Allur fatnaður verður afhentur fyrir jól.