Tíu marka sigur Selfoss í fyrsta leik

DSC04988
DSC04988

Meistaraflokkur kvenna sigraði sameiginlegt lið Fjölnis og Fylkis í fyrsta leik Ragnarsmótsins 2020 með 10 mörkum, 37-27. COVID-19 setur svip sinn á mótið og mega sem dæmi engir áhorfendur vera á mótinu. Leikurinn byrjaði fjörlega og var staðan orðin 7-7 eftir tíu mínútna leik og staðan í hálfleik var 20-19. Tinna Sigurrós Traustadóttir og Lara Zidek fóru á kostum í sókn Selfyssinga og skoruðu m.a. 21 mark og 16 stoðsendingar.

Mörk Selfoss: Tinna Sigurrós Traustadóttir 13, Lara Zidek 8, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 5, Ivana Raickovic 5, Emílía Ýr Kjartansdóttir 2, Thelma Linda Sigurðardóttir 2, Ragnheiður Grímsdóttir 1, Katla Björg Ómarsdóttir 1.
Varin skot: Henriette 7 (21%).

Mörk Fjölnir/Fylkir: Kolbrún Arna Garðarsdóttir 11, Eyrún Ósk Hjartardóttir 7, Anna Karen Jónsdóttir 5, Ada Kozicka 2, Elsa Karen Þorvaldsdóttir 1, Sara Björg Davíðsdóttir 1.
Varin skot: Þyrí Erla Sigurðardóttir 6 (14%).

Áfram heldur Ragnarsmótið á morgun og þá mætast Haukar og Fjölnir/Fylkir í Hleðsluhöllinni kl 20:15. Að sjálfsögðu verður sýnt beint frá leiknum á SelfossTV.


Mynd: Lara Zidek í baráttunni við leikmenn Fjölnir/Fylkir
Umf. Selfoss / ESÓ