Tugur verðlauna á afmælismóti JSÍ

JSÍ logo
JSÍ logo

Ellefu keppendur Selfoss tóku þátt á afmælismóti JSÍ í yngri aldursflokkum U13, U15, U18 og U21 árs sem fór fram hjá Júdófélagi Reykjavíkur laugardaginn 30. janúar.

Selfyssingar náðu frábærum árangri á mótinu og komu heim með tug verðlauna þar sem hæst bar sigur Egils Blöndal í -100 kg flokki U21.

Öll úrslit mótsins má finna á vefsíðu JSÍ en einnig má finna myndir frá mótinu á Flickr síðu júdódeildar Grindavíkur.