Umsjónarmaður íþróttaskóla

Skráning í fimleika 2021
Skráning í fimleika 2021

Fimleikadeild Selfoss leitar eftir umsjónarmanni við íþróttaskóla deildarinnar. Íþróttaskóli deildarinnar á sér langa sögu og er afar vel sóttur af börnum á aldrinum 0-5 ára og foreldrum þeirra. Um er að ræða umsjón og skipulagningu íþróttaskólans ásamt vinnu við hann annan hvern sunnudagsmorgun, 6 skipti á haustönn 2021 og 6 skipti á vorönn 2022.

Umsjónarmenn íþróttaskólans eru tveir auk aðstoðarþjálfara.

Hæfniskröfur:
• Reynsla af sambærilegu starfi er kostur.
• Lágmarksaldur 20 ára.
• Sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði.
• Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum.
• Áhugi á íþróttum og starfi með börnum.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf í byrjun september. Áhugasamir sendi umsókn með ferilskrá á netfangið fimleikar@umfs.is

Umsóknarfrestur: 31.ágúst 2021