Ungir leikmenn í eldlínunni með meistaraflokk

P1050750
P1050750

Meistaraflokkur karla í knattspyrnu hefur hafið undirbúning fyrir komandi tímabil í Inkasso-deildinni.
Í nóvember hefur liðið leikið æfingarleiki, Liðið sigraði Aftureldingu 3-2, gerði jafntefli við Fram 1-1 og sigraði svo Leikni R. 2-1

Þessir leikir hafa verið notaðir til að gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri á að sýna sig.

Guðmundur Axel Hilmarsson (f.2001) Brynjólfur Þór Eyþórsson (f.2001) Ingvi Þór Albertsson (f.2000) Anton Breki Viktorsson (f.2000) Sveinn Kristinn Símonarson (f.2000) Eysteinn Aron Bridde (f.1999) og Þormar Elvarsson (f.2000) hafa á síðustu vikum allir spilað sína fyrstu meistaraflokksleiki og staðið sig vel.

Framtíðin er björt hjá knattspyrnudeildinni sem mun halda áfram að hlúa að þessum hæfileikapiltum og vonandi fáum við að sjá meira til þeirra í náinni framtíð

 

Næsti leikur meistaraflokks karla er æfingaleikur gegn Keflavík næstkomandi miðvikudag í Reykjaneshöllinni

 

Mynd: Guðmundur Axel og Brynjólfur Þór eftir góðan leik gegn Leikni R.