Vel heppnað Brúarhlaup Selfoss

Frjálsar Brúarhlaupið 097
Frjálsar Brúarhlaupið 097

Brúarhlaup Selfoss 2015 fór vel fram laugardaginn 8. ágúst samhliða bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi. Fjöldi hlaupara og hjólreiðamanna tók þátt og afar góð þátttaka var í Sprotahlaupinu sem var fyrir alla krakka 8 ára og yngri.

Í 10 km hlaupi sigruðu Arnar Pétursson og Anna Berglind Pálmadóttir. Í 5 km hlaupi sigruðu Sæmundur Ólafsson og Helga Guðný Elíasdóttir. Þá sigraði Benedikt Fadel í 2,8 km hlaupi karla og Hólmfríður Þrastadóttir kom fyrst í mark í kvennaflokki.

Öll úrslit hlaupsins má finna á vefsíðunni Hlaup.is.

Í hjólreiðum bar Victor Gunnarsson sigur úr bítum. Af óviðráðanlegum orsökum verður ekki hægt að birta tíma í hjólreiðakeppni Brúarhlaupsins vegna mannlegra mistaka við vinnslu þeirra. Stjórnendur hlaupsins harma þetta mjög og munu gera allt til þess að þetta hendi ekki aftur að ári, m.a með því að skoða að setja flögur á alla keppendur í hjólreiðum.