Vel heppnað Vormót HSK

Ólafur Guðmundsson HSK
Ólafur Guðmundsson HSK

Vormót HSK fór fram á Selfossvelli sl. laugardag. Mótið er jafnframt fyrsta Prenmet mótaraðarmótið af sex sem fara fram í sumar.  Mótaröðin er stigakeppni þar sem keppt er í fjórum flokkum: sprettflokki, millivegalengdaflokki, stökkflokki og kastflokki.  Fyrir sigur fást 4 stig, annað sæti gefur 2 stig og þriðja sæti 3 stig.  Sá sem hlýtur flest stig innan hvers flokks að loknum öllum mótunum ber sigur úr bítum í tilteknum flokki.  Á hverju móti er hægt að safna stigum úr einni grein innan hvers flokks. 

Selfoss átti ellefu keppendur á mótinu og bar hæst sigrar Teits Arnar Einarssonar í kúluvarpi 16-17 ára þar sem hann varpaði kúlunni 12,24 m og Ólafs Guðmundssonar í sleggjukasti þar sem hann þeytti sleggjunni 39,80 m. Auk þess náðu Selfyssingar í þrjú silfur og fimm bronsverðlaun á mótinu.

Framkvæmd mótsins var til fyrirmyndar hjá Selfyssingum og HSK. Gott veður var á mótinu, þar til í lokin að úrhellisrigning setti strik í sleggjukastskeppni kvenna, en þar náði Vigdís Jónsdóttir FH ágætis árangri 53,17 m, sem er þriðji besti árangur í þessari grein frá upphafi og nýtt vallarmet á Selfossvelli.

Úrslit mótsins í heild sinni má finna á heimasíðu FRÍ.

---

Ólafur Guðmundsson fagnaði á Selfossvelli um helgina.
Mynd: Úr safni Umf. Selfoss.