Vel heppnaðar æfingabúðir í Danmörku

IMG_5182
IMG_5182

Hópur stúlkna og drengja úr meistaraflokkum Fimleikadeildar Selfoss fóru í æfingabúðir til Danmerkur dagana 15.-21. júní.

Hópurinn hélt utan á mánudagsmorgni og ferðinni var heitið til Herning á Jótlandi þar sem Mads Pind einn af þjálfurum Selfoss æfði. Aðstaðan var öll til fyrirmyndar og allt til taks sem þurfti til að halda góðar æfingabúðir. Hópurinn æfði stíft eða tvisvar sinnum á dag alla daga nema einn og gerðu svo sitt lítið af hverju á milli æfinga.

Búðirnar voru mjög vel heppnaðar og ekki skemmdi fyrir þegar einn fremsti hópfimleikamaður Evrópu Kristoffer Hayes kom sem gestakennari og stökk með þeim. Auk Kristoffer kom Lasse Smedegaards sem gestakennari í dansi og Bent Ole Hvid gestakennari í stökkum og var mjög vel heppnað.

Æfingabúðirnar voru liður í undirbúningi fyrir Norðurlandamót sem eru á næsta tímabili en blandað lið fullorðinna hefur tryggt sér þátttökurétt á Norðurlandamótinu sem haldið verður á Íslandi í nóvember.

Þjálfarar í ferðinni voru Tanja Birgisdóttir, Olga Bjarnadóttir og Mads Pind Lochann Jensen.

ob

---

Ljósmyndir: Umf. Selfoss/Olga Bjarnadóttir

IMG_5161 IMG_5142