Vetrarstarfið að hefjast

Selfoss_merki_nytt
Selfoss_merki_nytt

Um leið og skólarnir byrja hefst vetrarstarfið hjá flestum deildum Ungmennafélagsins. Handknattleiksdeildin reið á vaðið 22. ágúst, æfingar í taekwondo hefjast í dag, 28. ágúst, og á morgun, fimmtudag 29. ágúst hefjast æfingar í júdó. Æfingar í sundi og fimleikum hefjast svo mánudaginn 2. september.

Allar upplýsingar um æfingar og tímasetningar má finna undir hverri deild hér á heimasíðunni en skráningar fara fram í gegnum Nóra skráningar- og greiðslukerfi.

Séu einhver vandamál við skráninguna vinsamlegast hafið samband við skrifstofu félagsins á skrifstofutíma í síma 482-2477 eða með tölvupósti á netfangið umfs@umfs.is.