Viðbrögð vegna brennisteinsmengunar

Loftmengun
Loftmengun

Vegna gasmengunar frá eldgosinu í Holuhraunu hefur Umf. Selfoss beint því til þjálfara sinna að fylgjast vel með loftgæðum þegar æfingar fara fram utandyra. Tilkynningar um breytingu á æfingum verður komið á samskiptamiðla viðkomandi flokks eða æfingahóps.

Til viðmiðunar þá falla útiæfingar niður eða færast inn þegar loftgæði mælast óholl á mælum Umhverfisstofnunar. Foreldrum og forráðamönnum er þó bent á að iðkendum með undirliggjandi sjúkdóma er ráðlagt að forðast áreynslu utandyra þegar loftgæði eru metin slæm fyrir viðkvæma.

Lýsing á loftgæðum

Mælingar á loftgæðum í Hveragerði

Almannavarnir, Umhverfisstofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga og Sóttvarnalæknir hafa gefið út leiðbeiningar til leik- og grunnskóla um hvar upplýsingar megi finna varðandi gosmengunina og vinnur Umf. Selfoss í samræmi við þær leiðbeiningar.

Almannavarnir gefa út tilkynningar þegar háir mengunartoppar ganga yfir og nauðsynlegt er að fólk haldi sig inni og loki gluggum. Athugið að mengunartoppar ganga jafnan hratt fyrir. Það breytir ekki því að gosmengun getur legið í loftinu í lægri styrk og er fólk hvatt til að treysta á eigin skynfæri og skynsemi. Ef fullorðnir finna fyrir einkennum og óþægindum og líður betur inni gildir það sama um börnin. Engin ástæða er til að ætla að SO2 mengun sé hættilegri börnum en fullorðnum, að mati Sóttvarnalæknis.

Minnt er á að upplýsingar um loftgæðamælingar vegna gasmengunar frá eldgosinu í Holuhrauni eru aðgengilegar á vefnum loftgæði.is. Tveir mælar á síðunni veita upplýsingar fyrir Suðurland, annars vegar er um að ræða mæli sem settur var upp vegna gossins og staðsettur er á Leirubakka og hins vegar mæli sem staðsettur er við Leikskólann Óskaland í Hveragerði, en sá mælir var settur upp til að mæla brennisteinsvetnismengun frá Hellisheiðarvirkjun (H2S) en hefur nú verið stilltur þannig að hann mælir einnig SO2, brennisteinsdíoxíð.

Selfyssingar eru hvattir til að kynna sér viðbrögð við loftmengun og upplýsingar um heilsufarsáhrif, en Almannavarnanefnd Árnessýslu dreifði einblöðungi með upplýsingum þar um í öll hús í sýslunni í síðasta mánuði.

Leiðbeiningar um brennisteinsdíoxíð í lofti