Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss til ársins 2027.
Emelía Ósk er 17 ára línumaður sem kemur frá Fjölni þar sem hún ólst upp. Emelía Ósk lék meðal annars með U-19 ára landsliði Íslands á EM í sumar í Svartfjallalandi.
Við bindum miklar vonir við Emelíu Ósk og það verður spennandi að sjá hana með meistaraflokki kvenna í vetur.
Um leið og Handknattleiksdeild Selfoss býður Emelíu velkomna á Selfoss þá viljum við færa Fjölni þakkir fyrir þeirra þátt í félagaskiptunum.