Eva María með lágmark á EM U23

Eva María Baldursdóttir
Eva María Baldursdóttir

Eva María Baldursdóttir hefur verið valin til að keppa á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum  í flokki 23 ára og yngri í sumar.  Mótið fer fram í Bergen í Noregi 17.-20.júlí nk.  Alls hafa 5 íslendingar náð lágmörkum á mótið en Eva María náði lágmarkinu á mótið þegar hún vippaði sér yfir 1.80m í hástökki á dögunum.

Eva María er auk þess í stórmótahópi FRÍ. En hópurinn er skipaður 8 afreksmönnum sem öll hafa náð lágmarki á stórmót í sumar.  Hópurinn er fyrir ungmenni á aldrinum 16-22 ára sem eru að stíga sín fyrstu skref á alþjóðlegum mótum í ungmennaflokki og markmiðið með hópnum er að styðja við framtíðar afreksfólk íslands í frjálsum íþróttum og þjálfara þeirra.