Gautaborgarleikarnir um helgina

Keppendur í Gautaborg
Keppendur í Gautaborg

Stór hópur frjálsíþróttakeppanda af sambandssvæði HSK tekur þátt í Gautaborgarleikunum sem haldnir verða á Slottsskogsvallen í Gautaborg dagana 5.-7.júlí nk.  Þátttakan í mótinu er skemmtilega og góð upplifun fyrir iðkendurna sem margir eru að stíga sín fyrstu skref á alþjóðlegu móti. Keppendur af sambandssvæði HSK náðu frábærum árangri á mótinu árið 2022 en þá náðu keppendur okkar sjö sinnum á verðlaunapallinn. Spennandi verður að sjá hvernig uppskeran verður um helgina en keppendur deildarinnar hafa margir náð mjög athyglisverðum árangri það sem af er ári

Hlekkur á mótið: Världsungdomsspelen! (vuspel.se)

 

.