Hæfileikamótun Fimleikasambandsins

Sunnudaginn 7. desember fór fram Hæfileikamótun Fimleikasambandsins og átti Selfoss flottan hóp iðkenda þar.

Á hæfileikamótun er markmiðið er að skapa vettvang fyrir iðkendur úr mörgum félögum til að æfa saman, læra hvert af öðru og kynnast sem samherjar en ekki mótherjar. Áhersla er lögð á samvinnu félaga og þjálfara. Æfingin er einnig miðuð að því að gefa þjálfurum tæki og tól til að nýta sér í sínu félagi.