Hjálmar Vilhelm keppir um helgina í tugþraut á Norðurlandameistaramóti Íslands

 

Hjálmar Vilhelm Rúnarsson Selfossi keppir fyrir hönd Íslands á Norðurlandameistaramótinu í tugþraut  í flokki U-18 ára drengja. Keppnin fer fram í ÍR vellinum í Mjódd og hefst keppni klukkan 11 bæði á laugardag og sunnudag. Níu keppendur frá Íslandi, Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð verða keppinautar Hjálmars um helgina.  Besti árangur Hjálmars er 6025 stig frá því í lok maí á þessu ári á Vormóti HSK en lágmark fyrir EM U18 er 6400 stig.  Spennandi verður að sjá Hjálmar Vilhelm etja kappi við þá bestu á Norðurlöndunum og viljum við hvetja alla til að mæta á völlinn og styðja hann til afreka.  Hægt er að fylgjast með úrslitum á fri.is