Hjálmar Vilhelm með Íslandsmet í þrístökki

Hjálmar Vilhelm er Íslandsmethafi í þrístökki í flokki 15 ára pilta
Hjálmar Vilhelm er Íslandsmethafi í þrístökki í flokki 15 ára pilta

Silfurleikar ÍR eru haldnir í nóvember ár hvert. Mótið var fyrst haldið árið 1996 og hét
þá Haustleikar ÍR. Nafninu var breytt árið 2006 til að minnast þess að 50 ár voru þá
liðin frá því að ÍR-ingurinn Vilhjálmur Einarsson fékk silfurverðlaun í þrístökki á
Ólympíuleikunum í Melbourn í Ástralíu. Með Silfurleikum vilja ÍR-ingar minnast þessa
mikla afreks og þrístökk skipar þar veglegan sess eins og vera ber.
10 keppendur fóru frá meistaraflokki frjálsíþróttadeildar Selfoss. Mikið var
um bætingar og góðan árangur hjá frjálsíþróttafólkinu okkar sem einnig vann til fjöldra
verðlauna gull, silfur og brons á þessu sterka móti.


Hæst ber að nefna árangur Hjálmars Vilhelms Rúnarssonar en hann gerði sér lítið
fyrir og stórbætti íslandsmetið í þrístökki í flokki 15 ára pilta þegar hann stökk 13,27m og
bætti þar með 10 ára gamalt met Fannars Yngva Rafnarsson sem var 12.98m.
Þetta stökk hans Hjálmars uppá 13.27m setur Hjálmar í fjórða sæti á afrekslista FRÍ
á árinu 2023 í þrístökki karla.  Hjálmar Vilhelm sigraði einnig i kúluvarpi með 15,73m löngu kasti og í hástökki þegar hann vippaði sér yfir 1.80m. Hann vann tvenn silfurverðlaun, í 200m hlaupi með tímann 25,08 sek og  í 60 m grind sem hann hljóp á 9,69sek og að lokum bætti hann sig í 60m hlaupi þegar hann kom þriðji i mark á tímanum 7,74 s.  

Þorvaldur Gauti Hafsteinsson sigraði 800m hlaup í flokki 16 -17 ára á tímanum 2:02,19 mín og Daníel Breki Elvarsson sigraði í hástökki í sama aldursflokki þegar bætti sig með þvi að stökkva yfir 1.85m

Arndís Eva Vigfúsdóttir varð önnur í hástökki í flokki 14 ára þegar hún bætti sig með því að stökkva yfir 1.52m og Bryndís Embla Einarsdóttir varpaði kúlunni næstlengst allra í sama flokki með 10.60m löngu kasti.  Hugrún Birna Hjaltadóttir bætti sig í 60m grindahlaupi er hún kom fyrst í mark á tímanum 10,02 sek í flokki 15 ára. Hanna Dóra Höskuldsdóttir  sigraði bæði i þrístökki með 10,45m og í 60m grindahlaupi á tímanum 9,57s í flokki 16 -17 ára, hún varð síðan önnur í hástökki með 1,47m og þriðja í kúluvarpi með 10,97m. Ísold Assa Guðmundsdóttir sigraði hástökkið með þvi að vippa sér yfir 1,60m i flokki 16-17 ára, hún varð síðan önnur í grindahlaupi á tímanum 10,71 sek og þriðja í kúluvarpi með 11,68m.