HSK/Selfoss Íslandsmeistarar í flokki 15-22 ára

Lið HSK/Selfoss er Íslandsmeistari ungmenna  árið 2025 (innanhúss)
Lið HSK/Selfoss er Íslandsmeistari ungmenna árið 2025 (innanhúss)

 

Lið HSK/Selfoss varð Íslandsmeistari á Unglingameistaramóti Íslands sem haldið var í Laugardalshöll 17.-18.janúar sl. Liðsfélagar HSK/Selfoss höluðu alls inn 310 stigum á mótinu en lið ÍR varð í öðru sæti með 285,5 stig. Lið HSK/Selfoss sigraði í þremur aldursflokkum. Piltar 18-19 ára sigruðu sinn flokk auk þess sem stúlkur 16-17 ára og stúlkur 18-19 ára unnu einnig sína flokka. Stúlkur 15 ára og 20-22 ára enduðu í öðru sæti og piltar 15 ára náðu einnig  öðru sæti.

Anna Metta Óskarsdóttir varð þrefaldur Íslandsmeistari og Hjálmar Vilhelm Rúnarsson varð tvöfaldur Íslandsmeistari. 

Árangur keppenda Umf. Selfoss á mótinu:

15 ára stúlkur: Ásta Kristín Ólafsdóttir kastaði kúlunni 10,37m og vann til bronsverðlauna. Dagbjört Eva Hjaltadóttir hljóp 2000m hlaup á tímanum 9:35,57 mín og vann bronsverðlaun. Þær Ásta Kristín og Dagbjört Eva voru auk þess í boðhlaupssveit HSK/Selfoss í 4x200m boðhlaupi þar sem þær unnu til bronsverðlauna á tímanum 2:09,48 mín

16-17 ára stúlkur: Anna Metta Óskarsdóttir varð þrefaldur Íslandsmeistari. Hún sigraði 3000m hlaup á tímanum 14;44,87 mín, hún stökk lengst allra í þrístökki með 11,36m stökki og í langstökki stökk hún 5,17m og sigraði. Í stangarstökki stökk hún yfir 2,60m og vann silfurverðlaun. Bryndís Embla Einarsdóttir varð Íslandsmeistari í kúluvarpi með 13,41m og Arndís Eva Vigfúsdóttir vann til bronsverðlauna í sömu grein með 11,64m. Adda Sóley Sæland krækti sér í bronsverðlaun með því að stökkva yfir 1,90m í stangarstökki. Þær Arndís Eva, Anna Metta og Adda Sóley unnu síðan til silfurverðlauna í 4x200m boðhlaupi þegar þær komu í mark á tímanum 1;53,45 mín.

18-19 ára stúlkur: Hugrún Birna Hjaltadóttir vann silfurverðlaun í 400m hlaupi á tímanum 65,27 sek, í 60m grindahlaupi kom hún í mark á tímanum 11,52 sek og fékk silfurverðlaun og í langstökki vann hún til bronsverðlauna með 4,68m stökki. Arna Hrönn Grétarsdóttir stökk yfir 1,45m í hástökki og vann til bronsverðlauna.

20-22 ára stúlkur: Hanna Dóra Höskuldsdóttir varð Íslandsmeistari í hástökki með því að stökkva yfir 1,49m. Í 60m hlaupi kom hún í mark á tímanum 8,68s og vann silfurverðlaun og hún kastaði kúlunni 10,21m og vann bronsverðlaun. Þau Hanna Dóra, Artur Thor, Þorvaldur Gauti og Hugrún Birna komu í mark á tímanum 4;09,81 mín í blönduðu 4x400m boðhlaupi og unnu til silfurverðlauna.

15 ára piltar: Magnús Tryggvi Birgisson varð Íslandsmeistari í þrístökki með 12,15m stökki. Hann vann til þrennra silfurverðlauna, í kúluvarpi með 11,54m, í stangarstökki með 2,50m og í 2000m hlaupi er hann kom í mark á tímanum 8:00,85 mín.  Hann vann einnig til bronsverðlauna í 60m grindahlaupi á tímanum 10,53 sek og í langstökki er hann stökk 5,33m. Birkir Aron Ársælsson vann til bronsverðlauna í stangarstökki með 2,50m. Strákarnir í 15 ára flokki urðu Íslandsmeistarar í 4x200m hlaupi er þeir komu í mark á tímanum 2;12,16 mín. Í sveitinni voru þeir Magnús Tryggvi, Hróbjartur, Brynjar Ingi og Tómas Bragi.

18-19 ára flokkur: Hjálmar Vilhelm Rúnarsson varð tvöfaldur Íslandsmeistari. Hann sigraði kúluvarp með 13,65m og hástökk er hann stökk yfir 1,95m. Kristján Kári Ólafsson vann til silfurverðlauna í kúluvarpi er hann varpaði kúlunni 13,45m. Daníel Smári Björnsson varð Íslandsmeistari í þrístökki með 11,56m stökki. Hann vann til silfurverðlauna bæði í langstökki er hann stökk 5,51m og í 3000m hlaupi á tímanum 15:01,20 mín. Hann vann til bronsverðlauna með því að stökkva yfir 2,50m í stangarstökki og að lokum vann hann til silfurverðlauna í 4x200m boðhlaupi á tímanum 1;44,43mín ásamt félögum sínum í HSK/Selfoss. Artur Thor Pardej varð Íslandsmeistari í 3000m hlaupi á tímanum 11:28,07 mín og í 1500m hlaupi kom hann annar í mark á tímanum 5:03,68mín.

20-22 ára flokkur: Daníel Breki Elvarsson vann til silfurverðlauna í kúluvarpi er hann kastaði kúlunni 10,08m.

 

 

Anna Metta varð þrefaldur Íslandsmeistari og Hjálmar Vilhelm tvöfaldur Íslandsmeistari

 

 

Piltar 15 ára stóðu sig vel, þeir unnu til fjölda verðlauna og náðu öðru sæti í flokki 15 ára pilta. Magnús Tryggvi Birgissonsem er lengst

til hægri halaði inn fjölda verðlauna.

Lið HSK/Selfoss náði silfurverðlaunum í 4x400m boðhlaupi

Hugrún Birna Hjaltadóttir (lengst til hægri) á verðlaunapalli í langstökki

Dagbjört Eva Hjaltadóttir á verðlaunapalli í 2000m hlaupi