Hilmar Þór afhendir Hjalta Jóni og Kára Hrafni styrkinn í Tibrá. Mynd: Diðrik Haraldsson
Kiwanisklúbburinn Búrfell veitti nýverið frjálsíþróttadeild Selfoss veglegan styrk til að efla starfsemi deildarinnar.
Styrkurinn var formlega afhentur í Tíbrá þar sem þeir Diðrik Haraldsson og Hilmar Þór Björnsson komu fram fyrir hönd Kiwanis og afhentu Hjalta Jóni Kjartanssyni, formanni frjálsíþróttadeildar styrkinn.
Fulltrúar Kiwanis vildu jafnframt koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra sem hafa tekið þátt í sölu á K-lyklinum undanfarin ár. Iðkendur hjá frjálsíþróttadeildinni hafa verið virkir þátttakendur í þeirri sölu og lagt sitt af mörkum til að styrkja gott málefni.
Frjálsíþróttadeild Selfoss þakkar Kiwanisklúbbnum Búrfell kærlega fyrir stuðninginn og metur samstarfið mikils.