MÍ 11-14 Selfyssingar
							 
				Aldursflokkamót HSK í frjálsíþróttum fyrir keppendur 11–14 ára var haldið í Þorlákshöfn sl. sunnudag, samhliða héraðsleikunum. 79 keppendur frá 10 félögum voru skráðir.
Eitt HSK met var sett á mótinu, en Hákon Birkir Grétarsson, Selfossi, bætti HSK metið  í 60 metra grindahlaupi. Hann hljóp á 9,64 sek og bætti met Styrmis Dan Steinunnarsonar sem var 10,01 sek.
Keppt var um gull, silfur og brons í öllum greinum og þá var keppt um bikar fyrir stigahæsta félagið. Selfyssingar höfðu mikla yfirburði í stigakeppninni og unnu örugglega með 430 stig. Þór varð í öðru með 135 stig og Hrunamenn í því þriðja með 111 stig.
Heildarúrslit eru á Þór - Mótaforriti FRÍ en hér að neðan má sjá úrslitin í stigakeppni félaga.
Myndir frá mótinu eru á heimasíðu HSK.
Stig félaga:
- Selfoss            430 stig
 
- Þór                   135 stig
 
- Hrunamenn    111 stig
 
- Dímon           83,5 stig
 
- Hekla                54 stig
 
- Laugdælir        50 stig
 
- Garpur              31 stig
 
- Biskupst.          29 stig
 
- Gnúpverjar      25 stig
 
- Þjótandi            10 stig
 
---
Selfyssingar unnu yfirburðarsigur á mótinu.
Ljósmynd: HSK/Guðmunda Ólafsdóttir