
Stjórn Frjálsíþróttadeildar UMF Selfoss auglýsir eftir starfsmanni
Starfsmaður heyrir undir stjórn Frjálsíþróttadeildar Selfoss og hefur umsjón með daglegum rekstri deildarinnar. Um 15 % starfshlutfall er að ræða.
Nánari upplýsingar um frjálsíþróttadeild Selfoss má nálgast á www.selfoss.net
Leitað er að drífandi einstaklingi sem þarf að annast daglegan rekstur deildarinnar.
Hæfniskröfur:
- Þekking, áhugi og reynsla af íþróttastarfi og félagsstarfi, reynsla af frjálsíþróttastarfi er kostur
- Færni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og þjónustulund
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Almenn tölvukunnátta
- Geta tjáð sig í riti
- Geta unnið sveigjanlegan vinnutíma
Helstu verkefni og ábyrgð
Viðkomandi þarf að sjá um starfsmannahald, launamál, greiðslu reikninga og hafa umsjón með Sportabler skráningarkerfinu. Eins er gert ráð fyrir aðkomu að viðburðum deildarinnar og fjáröflunum, styrkumsóknum og fréttaflutningi af starfi deildarinnar.
Umsóknarfrestur er til og með 1.október 2025.
Umsókn skal fylgja greinargóð ferilskrá umsækjanda.
Umsóknir sendist á frjalsar@umfs.is
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Öllum umsóknum verður svarað. Stjórn áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum sem berast.
Æskilegt er að umsækjendi geti hafið störf sem fyrst en upphaf starfstíma er samkomulagsatriði milli nýs starfsmanns og stjórnar.
Nánari upplýsingar um starfið veita Hjalti Jón formaður í síma 779-9505