Vormót yngri

5. flokkur á Vormóti
5. flokkur á Vormóti

Um helgina fór fram Vormót yngri flokka hjá Fimleikasambandi Íslands.

Selfoss átti 8 lið á mótinu, 6 lið í 4. flokki og 2 lið í 5. flokki.

Í 5. flokki keppa iðkendur fæddir árið 2016 og fá allir keppendur viðurkenningu fyrir sína þátttöku. 
Stúlkurnar í 5. flokki Selfoss áttu góðan keppnisdag, mikil gleði var þeim og þær framkvæmdu sín keppnisstökk af mikilli vandvirkni. 
Framtíðin er svo sannarlega björt og virkilega gaman að sjá.

Í 4. flokki voru 3 lið sem kepptu eftir hópfimleikareglum, eitt lið A-deild, eitt í B-deild og eitt í C-deild.
Liðin voru búin að auka við erfiðleikann sinn síðan á síðasta móti og fínpússa eitt og annað í framkvæmdinni hjá sér. Mótið var það síðasta í vetur en þetta var í 4. skiptið sem liðin voru að keppa á þessu keppnistímabili. 
Úrslitin voru á þann veg að lið Selfoss í A-deild lenti í 2. sæti, lið Selfoss í B-deild lenti í 3. sæti og lið Selfoss í C-deild í 2. sæti.
Heilt yfir áttu liðin gott mót, þeim leið vel á keppnisgólfinu og skiluðu vel æfðum æfingum.

Þá átti Selfoss 3 lið í stökkfimi og kepptu þau öll í 4. flokki en í stökkfimi er engin kynjaskipting. Liðin voru Selfoss Gulur, Selfoss Rauður og Selfoss kky.
Í stökkfimi mega vera færri í liði og kröfurnar sem liðin eiga að uppfylla eru aðrar en í hópfimleikum. 
Lið Selfoss sýndu framfarir frá síðasta móti og var ljóst að liðin höfðu undirbúið sig vel og æft mikið.
Selfoss Gulur lenti í 2. sæti, Selfoss Rauður í 11. sæti og Selfoss kky í því 20. 

 

Það er mjög skemmtilegt að fylgjast með yngri flokka mótum og ljóst að framtíðin er björt á Selfossi, leikgleðin er mikil og framfarirnar miklar. Við erum spennt fyrir framhaldinu með þessum flottu iðkendum en nú er komið frí frá mótahaldi þangað til í nóvember og því nægur tími til að æfa ný og skemmtileg stökk.
Til hamingju með flotta frammistöðu kæru iðkendur og þjálfarar!

Samstarfsaðilar Fimleikadeildar Selfoss eru Íslandsbanki, Hótel Geysir, Bílverk BÁ og HSH flutningar og þrif.