1. vinningur í jólahappdrætti afhentur

Þriðjudaginn 20. desember síðastliðinn var dregið í jólahappadrætti unglingaráðs knattspyrnudeildar Selfoss. Aðalvinningurinn, 65“ sjónvarp frá Árvirkjanum, kom á miða númer 5382 sem er í eigu Einars Gíslasonar. Það var Fannar Karvel Steindórsson framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Selfoss sem afhenti Einari sjónvarpið í verslun Árvirkjans á nýju ári. ---. Á myndinni er Einar Gíslason ásamt Fannari Karvel (t.v.) og Hafþóri Oddi Jóhannessyni (t.h.) frá Árvirkjanum.