13 met á Grunnskólamóti Árborgar

sebastian
sebastian

 

Það voru 173 keppendur í 1.-10. bekk Vallaskóla, Sunnulækjarskóla og Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri sem tóku þátt í Grunnskólamóti Árborgar sem haldið var á frjálsíþróttavellinum á Selfossi í 20. sinn þann 31.mai sl. Glæsilegur árangur  náðist í mörgum greinum og voru 13 grunnskólamet slegin á mótinu.

Þórhildur Sara Jónasdóttir, Vallaskóla, sigraði í 60m hlaupi og langstökki  í flokki 5.bekkjar og setti Grunnskólamet í 60m hlaupi. Hulda Hrönn Bragadóttir, Vallakóla, sigraði í kúluvarpi í flokki 5.bekkjar. Dominic Þór Fortes sigraði í 60m hlaupi 5.bekkjar, Eyþór Birnir Stefánsson, Sunnulækjarskóla, sigraði i langstökki 5.bekkjar og Jón Valgeir Guðmundsson, Vallaskóla, sigraði í kúluvarpi 5.bekkjar.

Jóhanna Elín Halldórsdóttir, BES, sigraði í 60m hlaupi í flokki 6.bekkjar á nýju Grunnskólameti, Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir, Sunnulækjarskóla sigraði í langstökki i flokki 6.bekkjar og  Álfrún Diljá Kristínardóttir, Vallaskóla, sigraði i kúluvarpi í flokki 6.bekkjar. Dagur Rafn Gíslason, Vallaskóla, sigraði í 60m hlaupi í flokki 6.bekkjar og jafnaði Grunnskólametið. Daníel Breki Elvarsson, Sunnulækjarskóla, sigraði í langstökki i flokki 6.bekkjar og í sama flokki sigraði Benjamín Rökkvi Sigvaldason, Sunnulækjarskóla, í kúluvarpi.

 Í flokki 7.-8.bekkjar sigraði Hrefna Sif Jónasdóttir, Vallaskóla, í 60 m hlaupi, Karólína Helga Jóhannesdóttir, Vallaskóla, i langstökki og Ásrún Aldís Hreinsdóttir, Vallaskóla, sigraði í kúluvarpi og spjótkasti í flokki 7.-8.bekkjar. Sebastian Þór  Bjarnason, Vallaskóla, sigraði í öllum fjórum keppnisgreinunum í flokki 7.-8.bekkjar og setti Grunnskólamet í 100m hlaupi, langstökki og kúluvarpi. 

Eva María Baldursdóttir, Vallaskóla, sigraði í kúluvarpi, 100m hlaupi og langstökki í flokki 9.-10.bekkjar og í sama flokki sigraði Emelía Sól Guðmundsdóttir Vallaskóla í spjótkasti.  Hjalti Snær Helgason sigraði í spjótkasti og kúluvarpi í flokki 9.-10.bekkjar  en hann er í Vallaskóla.

Í flokki 1.-4.bekkinga fengu allir þátttökuverðlaun en 7 grunnskólamet litu dagsins ljós hjá yngstu keppendunum.  Ásta Kristín Ólafsdóttir Sunnulækjarskóla setti Grunnskólamet bæði í 60m hlaupi og langstökki i í flokki 1.bekkjar og hjá strákunum í 1.bekk sló Magnús Tryggvi Birgisson, Vallaskóla, Grunnskólametið í 60m hlaupi, Jóhann Snær Jónsson, Vallaskóla, sló Grunnskólametið í langstökki og Gabríel Fannar Ólafsson sem kemur frá Sunnulækjarskóla sló metið í kúluvarpi . Hjá stelpunum í 2.bekk sló Anna Metta Óskarsdóttir, Vallaskóla, metið í 60m hlaupi. Að lokum sló Elva Karen Friðriksdóttir, BES, Grunnskólametið i kúluvarpi í flokki 3.bekkjar.

Öll úrslit mótsins má sjá á síðunni: http://mot.fri.is/MotFRI/SelectedCompetitionResults.aspx?Code=M-00000344