15 krakkar á Gautaborgarleikunum

Fimmtán frjálsíþróttakrakkar frá Selfossi á aldrinum 13-20 ára fóru til Gautaborgar í júlí og tóku þátt í Gautaborgarleikunum sem er risastórt mót þar sem keppendur koma frá mörgum löndum. Skráningar á mótið eru 7.000 og því gríðarleg reynsla að keppa á svona móti. Krökkunum okkar gekk rosalega vel og komu heim með 2 gullverðlaun, 2 silfurverðlaun og 2 bronsverðlaun og að auki fullt af bætingum.

13 ára strákar: 
Styrmir Dan Steinunnarson 
stóð sig frábærlega á mótinu. Hann gerði sér lítið fyrir og vann hástökkið og setti um leið Íslandsmet þegar hann stökk yfir 1,70 m. Hann sigraði líka spjótkastið með kasti upp á 44,10 metra. Í langstökki bætti hann besta árangur sinn þegar hann stökk 5,51 m og varð í 2. sæti. Hann varð einnig annar í kúluvarpinu með kast upp á 12,48 m. Í 80 m hlaupi bætti hann sig og komst í A-úrslit með 10,76 sek. Hann varð 5. í þrístökki með 11,02 m sem er bæting. Í 200 m hlaupi stórbætti hann sig er hann hljóp á 26,67 sek. Í 60 m grindahlaupi komst hann í úrslit en gat ekki hlaupið þar sem hann var í hástökkinu á sama tíma.  Baldur Viggósson Dýrfjörð keppti í fjórum greinum og stóð sig vel, var við sinn besta árangur í öllum greinunum. 

13 ára stelpur: 
Þessi flokkur var mjög fjölmennur og allt að 120 keppendur í hverri grein. Harpa Svansdóttir komst í 8 manna úrslit í þrístökki og endaði í 6. sæti með stökk upp á 10,37 m sem er bæting. Í langstökkinu komst hún í 12 manna úrslit og endaði í 10. sæti með 4,83 m sem er einnig bæting. Hún stórbætti árangur sinn svo í 80 m hlaupi er hún hljóp á 11,49 sek og í 200 m á 23,31 sek. Halla María Magnúsdóttir komst í A-úrslit í 80 m hlaupi og endaði í 6. sæti á 10,84 sek sem er bæting. Í kúluvarpinu varð hún í 7. sæti með 12,45 m og í spjótkastinu komst hún í úrslit með 32,59 m. Í þrístökkinu bætti hún árangur sinn með stökki upp á 9,92 m. Lilja Dögg Erlingsdóttir keppti í sex greinum og var við sinn besta árangur í þeim öllum. Hún bætti sig í þrístökki þegar hún stökk 7,88 m og í langstökki með 3,46 m.

 

14 ára strákar: 
Teitur Örn Einarsson
 vann bronsverðlaun í spjótkasti þegar hann kastaði 45,81 m og í kúluvarpinu varð hann 7. með 11,29 m, mjög stutt frá 4. sætinu. Fannar Yngvi Rafnarson stóð sig mjög vel á mótinu. Í 100 m hlaupi komst hann í B-úrslit á 12,73 sek og í hástökki varð hann í 7. sæti með 1,60 m. Hann stórbætti sig í langstökki með 5,49 m og var fjórði inn í úrslitin en hann endaði þar í 12.sæti. Í þrístökki stökk hann 11,15 m og bætti árangur sinn verulega.

15 ára flokkur
Sigþór Helgason krækti  sér í bronsverðlaun í spjótkasti þegar hann þeytti spjótinu (600 gr.) 51,64 m og bætti sig um rúma 2 metra. Hann bætti sinn besta árangur í þrístökki um tæpa 2 metra þegar hann stökk 12,33 m og endaði í 4. sæti. Í hástökki jafnaði hann sinn besta árangur þegar hann sveif yfir 1,78 m sem gaf honum 4. sætið. Andrea Vigdís Victorsdóttir varð í 7. sæti spjótkasti þegar hún kastaði 37,29 m og b

ætti sinn besta árangur um 25 cm. Í langstökki náði hún löglegu stökki, 4,53 m, sem er bæting um 19 cm.

 

16-17 ára flokkur:
Thelma Björk Einarsdóttir varð í 7. sæti í kúluvarpi (3 kg) með 11.89 m sem er bæting um 22 cm. Hún bætti sig einnig um rúman metra þegar hún þeytti kringlunni (1 kg) 28,01 m. Baldvin Ari Eiríksson hljóp 100 m hraðar en nokkru sinni fyrr á 12,63 sek og bætti sig um 0,31 sek. Í 200 m hlaupi fór hann í fyrsta sinn undir 26 sek þegar hann hljóp á 25,52 sek og bætti sig um 0,67 sek. 400m hlaupið hljóp hann á 60,21 sek sem er bæting um 2,13 sek og að lokum bætti hann sig um rúma 2 metra í spjóti (700 gr.) þegar hann þeytti spjótinu 43,93m. Sólveig Helga Guðjónsdóttir keppti í 4 hlaupagreinum og var alls staðar við sinn besta árangur. Andrea Sól Marteinsdóttirkeppti í nokkrum greinum og var næst því að bæta sig i spjótkastinu.

Karlaflokkur
Dagur Fannar Magnússon varð í 6. sæti í sleggjukasti þegar hann þeytti karlasleggjunni 47,66 m og bætti sinn besta árangur um 66 cm. Hann varð síðan í 8. sæti í kúluvarpi með 10,83 m.