2. flokkur loksins með sigur

Seltirningar sóttu Selfyssinga heima á fimmtudagskvöldið síðastliðið. Voru gestirnir talsvert sigurstranglegri fyrir leik enda drekkhlaðnir landsliðsmönnum. Okkar menn mættu afar ákveðnir og grimmir til leiks og náðu fljótlega fjögurra marka forskoti. Klaufaskapur heimamanna varð til þess að janft var í leikhléi þar sem hvort lið hafði skorað 12 mörk.
Síðar hálfleikur var gríðarlega jafn þar sem heimamenn náðu mest tveggja marka forskoti og gestirnir eins marks. Eftir mikinn barning náðu Selfyssingar að landa sigri, 27-26.
Selfyssingar léku góða vörn í leiknum og lögðu sig alla fram í verkefnið. Vonandi er þetta það sem koma skal í komandi leikjum.

Jóhann Erlings 8 mörk
Magnús 7
Gísli 4
Árni G 2
Sverrir 2
Jóhann Bragi 1
Árni F 1
Jóhann J 1

Hermann varði 14 skot