2. flokkur með tap gegn Aftureldingu

Á laugardaginn fékk 2. flokkur Selfoss lið Aftureldingar í heimsókn. Fyrri hálfeikurinn var ágætlega spilaður af hálfu heimamanna og fór Afturelding þó inn í búningsklefana með 3 marka forystu 16-19. Var sóknarleikur heimamann oft á tíðum hinn fínasti, þó var markvarslan og varnarleikurinn afleitlegur. Enda ekki ástættanlegt að fá 19 mörk á sig í einum hálfleik. Í síðari hálfeik virtist liðið ekki mæta út fyrstu mínúturnar og náði Afturelding snemma 6 marka forystu og hélt henni lengst um. Þó náðu strákarnir að svara til baka en þó of seint og 30-34 tap staðreynd. Hefur 2.flokkur þá tapað sínum fyrstu 3 leikjum. 

 

Í leiknum höfðu drengirnir góðan séns á að ná eitthvað út úr leiknum eftir fyrri hálfeikinn. En í þeim síðari virtist enginn leikmaður þora að taka af skarið sem verður að teljast mikið áhyggjuefni. Það var þó að venju margt jákvætt í leiknum, þó það neikvæða taki oft frumkvæðið. Átti Sverrir Pálsson til dæmis góðan dag í vörninni með 11 brotin fríköst og tók mikið til sín sóknarlega. Jóhann Erlingsson leit vel út hægra meginn með 7/10 skotnýtingu. Það býr mikið í þessum hóp drengja og bara tímaspursmál að þeir sjái það og fari á beinu brautina. Liðið var með 21 brotið fríkast og þar af er Sverrir með helminginn, sem er langt frá því nógu gott.

 

Mörk Selfoss:

 

Jói Erlings 7

Daníel 5

Sveppz 5

Árni Geir 4

Gísli 4

Jói Snær 3

Jóhann J 1

Egidjius 1

 

Markvarslan:

 

Hemmi 4 varin og fær á sig 16 (20%)

Bogi 7 varin og fær á sig 18(28%)