3. fl. kvenna úr leik í Bikarnum eftir hetjulega baráttu

Haukar eru með eitt besta lið landsins í 3. flokki og með þó nokkrar stelpur á elsta ári í flokknum. Fyrirfram áttu okkar stelpur ekki að eiga sjéns en það er ekki alltaf spurt að því. Stelpurnar okkar voru ekkert minna en frábærar í gær. Eftir erfiða byrjun þar sem Haukar virtust ætla að klára leikinn í fyrri hálfleik þá sögðu þær hingað og ekki lengra. Þegar 5 mín. voru eftir af fyrri hálfleik var staðan 10-15 fyrir gestina en þá hrökk allt í gang hjá stelpunum okkar og staðan í hálfleik var 15-17 fyrir Hauka. Eftir aðeins 10 mín. í seinni hálfleik þá var Selfoss búið að jafna 18-18 og komast yfir þegar síðari hálfleikur var hálfnaður 20-21. Á 50 mín. voru stelpurnar okkar enn með forystu 21-22 og allt virtist ætla að stefna í ævintýraendi í Vallaskóla. Hins vegar sprungu stelpurnar á úthaldinu og síðustu 10 mín. leiksins unnu gestirnir 2-7. Á þessum kafla gerði Selfoss mikið af mistökum vegna þreytu enda mikið til sömu leikmennirnir að spila allan leikinn og margar þeirra að spila 3-4 ár upp fyrir sig.

Maður spyr sig hvað hefði gerst ef að Þuríður, Harpa og Esther hefðu ekki verið meiddar. Líklega hefði það dugað til sigurs þar sem þetta var einmitt breiddin sem vantaði í liðið í gær til að klára leikinn. Þær stelpur sem spiluðu leikinn stóðu sig hins vegar eins og hetjur og getur Selfoss verið stolt af þeirri frammistöðu sem þær sýndu í gær. Framtíð þessara stelpna er björt svo mikið er víst.

Markaskorarar Hauka
Viktoría Valdimarsdóttir 8
Áróra Pálsdóttir 6
Gunnhildur Pétursdóttir 5
Díana Sigmarsdóttir 2
Magnea Svansdóttir 2
Ragnheiður Ragnarsdóttir 2
Sjöfn Ragnarsdóttir 2
Sandra Ketilsdóttir 1

Markaskorarar Selfoss
Hrafnhildur Hanna 15
Elena 3
Alexandra 2
Hulda 1
Thelma Björk 1 og 8 stoðsendingar
Dagmar Öder 1
Auður 1
Markmennirnir vörðu 12 skot

Að lokum þá er ekki hægt að ljúka þessu án þess að minnast á stuðninginn sem stelpurnar fengu í leiknum. Frábær stemmning og lífleg stúkan hjálpaði mikið til þess að gera leikinn bæði skemmtilegan og eftirminnilegan fyrir leikmenn beggja liða. Ekki oft sem að leikmenn fá að spila í svona skemmtilegu umhverfi og hávaða. Takk fyrir það.

Áfram Selfoss