3. fl. kvenna vann Fjölni

Selfoss komst í 0-6 eftir 10 mín. og eftir það var enginn vafi á því að leikurinn myndi vinnast. Stelpurnar mættu mjög einbeittar í leikinn og spiluðu góða vörn og góða sókn. Allir fengu að spila og var leiknum skipt nokkuð jafnt á milli allra leikmanna. Þetta var líka gott tækifæri fyrir stelpurnar úr 4. flokki til þess að ná sér í smá leiktíma þar sem bæði fáir leikir og mikil meiðsli hafa haft áhrif á þann flokk.

Stelpurnar úr 3. flokki stóðu sig allar mjög vel og þá sérestaklega Heiðrún sem náði að spila sinn langbesta leik í vetur en hún skoraði 9 mörk úr 11 skotum, öll með þrumuskotum.

Flokkurinn á eftir að spila 2 leiki á heimavelli í deildinni annar þeirra verður gegn KA/Þór á föstudaginn í Vallaskóla kl. 21:15 á eftir leik mfl. karla. Síðasti leikurinn verður svo mánudaginn 26. mars gegn Fylki 3. Þetta eru 2 af 3 efstu liðum deildarinnar og því hvetjum við fólk og aðstandendur til þess að koma og sjá stelpurnar spila enda síðasti sjéns á þessu tímabili þar sem þetta verða síðustu heimaleikir flokksins í vetur.

Áfram Selfoss