3. flokkur karla vann Hauka

Þrátt fyrir meiðsli og önnur forföll þá sýndu strákarnir úr hverju þeir eru gerðir að þessu sinni. Leikurinn var allan tímann jafn eða þá að Haukar leiddu með 1-3 mörkum. Með gríðarlegri þrautsegju og samstöðu náðu strákarnir tökum á leiknum á síðustu 12 mín. leiksins. Vörn Hauka var mjög þétt og bryjaði ekki að sýna nein veikleikamerki fyrr en alveg í lok leiksins en þá hafði okkar strákum loksins tekist að finna leikaðferð gegn vörn heimamanna sem virkaði.

Strákarnir sýndu ótrúlega einbeitingu, aga og samstöðu í leiknum. Þeir héldu sig við leikskipulagið og spiluðu "sinn" leik þótt hann hafi ekki endilega gengið vel framan af. Varnarleikur og markvarsla var mjög góð og sóknarleikurinn virkaði betur og betur því lengra sem leið á leikinn. Þá héldu þeir óskertri athygli á leiknum þegar auðvelt hefði verið að missa hana í aðra hluti á meðan honum stóð.

Frábær sigur á erfiðum útivelli sem heldur strákunum enn á toppi deildarinnar.
Næsti leikur liðsins er sunnudaginn 4. mars í Vallaskóla gegn Gróttu.